Ferill 686. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Þskj. 1298  —  686. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 11. maí.)


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Heimilt er að endurgreiða þeim sem leyfi hafa til fólksflutninga í atvinnuskyni samkvæmt lögum nr. 13/1999, um skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum, 2/ 3 hluta þess virðisaukaskatts sem greiddur er vegna kaupa eða leigu hópferðabifreiða á tímabilinu 1. september 2000 til 31. desember 2003. Endurgreiðsluheimildin verði bundin við hópferðabifreiðar, þ.e. ökutæki sem aðallega eru ætluð til fólksflutninga, sem skráðar eru fyrir 18 manns eða fleiri að meðtöldum ökumanni, sem nýskráðar eru á tímabilinu og búnar eru aflvélum samkvæmt EURO2 staðli ESB. Heimildin tekur ekki til almenningsvagna. Fjármálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd endurgreiðslunnar.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.